Færsluflokkur: Bloggar

Þá hafa allir séð mig á undirfötum!

Jæja þá..... þá er eru myndirnar komnar inn og ég hef ekkert að fela lengur ;) Nú er bara að halda áfram að vera duglega og þá ætti útkoman að vera góð eftir tæpar 11 vikur.  

En eins og ég sagði ykkur frá í síðasta bloggi er ég þó í fallegum undirfötum þökk sé Misty ;)

Þá er best að fara að drífa sig af stað í tíma í Hreyfingu með henni Önnu Eiríks... í dag er það mótunartími og þá ættu allir vöðvar að fá að finna fyrir því..... me like ;)

 


En ekki baðfatamynd af mér.... fjúkkk....

Jæja nú eru baðfatamyndirnar farnar að streyma inn og væri ég að ljúga ef ég segði að þetta væri ekkert mál.... fæ alveg stress hnút í magann þegar ég frétti að það sé komin inn ný mynd. Alltaf jafn fegin að það sé ekki ég í þetta sinn en það styttist í að þær komi inn!!! En ég er þó í flottum undirfötum sem við stelpurnar fengum hjá Misty sem er á Laugarvegi 178. Ég var nú með valkvíða með hvaða undirföt ég ætti að vera í það var svo mikið um falleg undirföt í þessari búð og ekki skemmir fyrir þegar maður fær frábæra þjónustu.:) Þið sem ekki hafið kíkt í þessa búið ættuð að gera það!!!

Annars fer vika 2 bara vel af stað. Það var tími í gær í Hreyfingu og þvílíkur tími! Svo mikil stemningin frá upphafi til enda.;) Síðan í dag var það verkefni vikunnar að hlaupa 5 km. og bæti ég tímann minn um eina mínútu frá því í síðustu viku (fyrir þá sem hafa áhuga á því var ég 27,22mín), held samt ekki að ég bæti hann í hverri viku á þessum 12 vikum um eina mínútu. ;) Var samt alltaf á leiðinni að labba aðeins en þrjóskan og keppnisskapið er aðeins of mikið að það hélt mér áfram.

Fengum líka nýjan matseðil í gær sem er mjög fjölbreyttur. Hver máltíð er um 300 hitaeiningar og síðan raðar maður upp 5 máltíðum eins og hentar hverjum og einum. Mjög einfalt og gott.

Heyrumst

Þá legg ég í hann!!!

Þá er ferðalagið hafið sem stendur yfir í 12 vikur. Það gæti hljómað stuttur tími en þegar lagt er af stað í svona ferð er það nú meira en að segja það.

Þetta byrjaði allt á því að ég sá auglýsinguna á Smartland Mörtu Maríu og rak augun í þetta HOLLYWOOD form..... hver væri ekki til í það J Ég hugsaði mig samt um í nokkra daga og ákvað svo að slá til og sækja um, hefði svo sem engu að tapa ég kæmist þá í mesta lagi ekki inn.

En svo varð úr að ég komst inn og var boðuð í viðtal ásamt 15 verðugum konum. Sem endaði með að úr varð þessi Fabulous 5 hópur kvenna.

Margir hafa svo sem spurt mig af hverju ÉG sé að sækja um að komast í svona átak? Ástæðan er einföld..... ég er leið á því að vera föst í sömu hjólförunum. Þetta er gríðalegt tækifæri sem maður fær til að koma sér út fyrir þægindar rammann og gera eitthvað allt annað.  Ég er týpan sem hef verið að æfa 5-6 sinnum í viku, ríf mig upp á morgnana klukkan 5:30..... ó, já hjá mörgum er nótt þá. Dríf mig í ræktina og hristi af mér slenið. En út úr því hef ég ekki fengið það sem ég hef vonast eftir.

 Í rauninni hef ég aldrei þurft að spá í hvað ég sé að borða ekki fyrr en árið 2005 þegar ég skipti um vinnu og fór að vinna í kyrrstöðuvinnu. Þá komu kílóin mjög fljótt, sama hvað ég hreyfði mig jafnvel þótt  ég hefði ekki breytt neinu í mataræðinu. Við það hef ég verið að glíma undanfarin ár og þarf að hafa mig alla við að bæta ekki aukakílóum á mig.

Nú er ég með allt til alls næstu 12 vikurnar, leiðsögnina,  aðhaldið og staðfestuna til að koma mér í Hollywood form. Eitthvað sem ég hef þráð í langan tíma.

Nú þegar er ég búin að mæta í 3 tíma í Hreyfingu með Önnu Eiríks. Enginn tími er eins og eru þeir hver öðrum skemmtilegri. Það er eins og maður sé á 4 námseiðum í einu því að tímarnir eru svo fjölbreyttir. En fjórða æfingin er á morgun en þá verðum við í Hot tíma sem vinnur með djúpvöðvana.

Við höfum að sjálfsögðu fengið leiðbeiningar með mataræðið. Það getur nú verið erfitt að gera matseðil sem á að henta öllum. Þetta er mjög létt og gott fæði sem ég borða. Mikið af fiski, kjúkling, salat og síðan ýmsir grænir og vænir drykkir sem eru mjög góðir.

Ég vona að ég geti verið innblástur til þeirra sem hafa vantað þetta litla X-tra uppá til að ná sínum markmiðum.... það er hægt 150% ég ætla að sanna það J

Þar til næst

Júlía Rós


« Fyrri síða

Um bloggið

Júlía Rós Júlíusdóttir

Höfundur

Júlía Rós Júlíusdóttir
Júlía Rós Júlíusdóttir

30 ára, tveggja barna móðir sem bý í Mosfellsbæ en er fædd og uppalin á Sauðárkróki. Er því Króksari í húð og hár. Ætla mér á næstu 12 vikum að ná mínu allra besta formi og breyta mínum lífstíl til framtíðar!!!

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 158

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband