Leiðarendi

Það er frekar skrýtið að maður sé með söknuð í hjarta yfir því að þetta skemmtilega ferðalega sé búið.... eða kannski ekki? Við erum þannig að allt skemmtilegt óskum við að haldi áfram, það er ósköp eðlilegt en góðir hlutir taka enda.... þannig er lífið!!! En eitt er nú víst þegar ein hurð lokast þá opnast önnur. Smile

Á þessum tíma hef ég lært svo ótrúlega margt og nú veit ég hvað á að hafa hugfast með áframhaldandi þjálfun, svo að ég festist ekki aftur í sömu rútínunni sem ég var í áður en þessi lífstílsbreyting fór af stað. Það er líka alltaf gott að hafa það hugfast að vera að breyta til í æfingum sem maður er að gera daglega. Síðan verður maður líka alltaf að ögra sjálfum sér því að maður er alltaf of góður við sjálfan sig dags daglega. Er einmitt búin að ákveða að slaka ekki á að taka áfram 5 km 1-2 í viku og keppast við að halda tímanum sem ég var komin í og jafnvel bæta hann aðeins. Einnig eru rassaæfingarnar hennar Önnu algjörlega skylduverkefni til að halda í störnuþjálfaðarassinn. 

Annars er auðvitað búið að taka loka mælingu sem kom rosalega vel út og að sjálfsögðu loka myndatakan fúkket að það sé búið nei, nei við stelpurnar skemmtum okkur bara rosa vel, allir svo ánægðir eftir lokamælinguna!!!

Hér eru svo lokatölurnar mínar: -5.2kg, - 6,1% fitu og - 31 cm af í heildina.

Ekki er úr vegi að þakka nokkrum sem áttu þátt í þessum góða árangri. Þakka þér endalaust fyrir Anna fyrir alla frábæru þjálfunina og ekki gleyma skemmtunina!!! Þrátt fyrir mikinn sviða og bruna þá voru tímarnir þínir hrikalega skemmtilegir og ég er strax farin að sakna þeirra!!! Ekki má gleyma öllum hinum sem eru að sjálfsögðu Vaka sem sá um að keyra okkur áfram í spinning með frábæri tónlist. Marta María sem var alltaf okkur innan handar með hvatningu, stuðning og allt hitt líka. Fabulous 5 stelpurnar mínar, það var ómetanlegt að hafa stuðningin og félagskapin með ykkur allan þennan tíma. Síðast en ekki síst fjölskyldan sem var eins og klettur í þessu öllu.... það er ekki auðvelt að koma þessu heim og saman með tvö börn og eitt aðeins eins árs!!! Án ykkar hefði þessi útkoma ekki verið raunin.

Nú bíð ég bara frekar spennt/stressuð að sjá myndirnar á mbl.is/smartland. Miðað við tölurnar þá ætti nú að sjást munur á fyrir og eftirmyndinni. 

Fyrir ykkur þarna úti sem eruð orðin þreytt á því að ekkert sé að gerast þrátt fyrir allt púlið (sem var svolítið eins og ég var fyrir) þá mæli ég 100% með því að þið skráið ykkur í Stjörnuþjálfun í Hreyfingu. Þið sjáið ekki eftir því, það er pottþétt!!!

Hafið það gott yfir hátíðirnar og gleðileg jól!!!

Júlía Rós


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

þú ert glæsileg dúllan mín

Rósa Adolfsdóttir (IP-tala skráð) 12.12.2011 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júlía Rós Júlíusdóttir

Höfundur

Júlía Rós Júlíusdóttir
Júlía Rós Júlíusdóttir

30 ára, tveggja barna móðir sem bý í Mosfellsbæ en er fædd og uppalin á Sauðárkróki. Er því Króksari í húð og hár. Ætla mér á næstu 12 vikum að ná mínu allra besta formi og breyta mínum lífstíl til framtíðar!!!

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband