28.11.2011 | 22:17
Á bleiku skýi!!!
Já það má segja það að ég sé ennþá á bleiku skýi síðan á fimmtudaginn í síðustu viku. Þá fórum við fabulous 5 í smá roadtrip og eina sem við vissum að væri á dagskrá var að fara í Bláa Lónið og við fengjum eitthvað nudd og við mega spenntar fyrir það. Síður en svo var það planið þegar við komum var okkur tilkynnt að við fengjum allar okkar einkaskiptiherbergi svona "VIP" eins og ég vil kalla það. Sem var heldur betur það flottast sem ég hef gert!!! Þegar við vorum allar búinar að sturta okkur í okkar einkasturtu fórum við á sloppnum niður í hrikalega notalega setustofu sem var með arineld og lónið að hluta til inn í því rími. Þar beið okkar rosa flottar veitingar, sushi, ostar, ávextir o.fl. og ekki gleyma hvítvíninu..... Ég var samt bílstjórinn þannig að stelpurnar drukku minn skammt. Þegar við vorum svona aðeins búin að fá okkur smá gott í kroppinn fengum við allar húðgreiningu. Eftir það var næst komið að því að fara ofan í lónið. Þar fengum við æðislegt nudd sem byrjaði á því að við vorum skrúbbaðar í 30 mínútur (ekki svona eins og ég gerir sjálf í sturtunni ein tveir og búið) nei það var aldeilis skrúbbað! Eftir það lögðumst við á dýnu sem var alveg ótrúlega notalegt að fljóta svona um í lóninu og láta nudda sig í leiðinni...... algjör toppur. Var líkaminn silkimjúkur eftir þessa meðferð. Þegar við vorum búnar í nuddinu og láta líða úr okkur þreytuna fórum við aftur inn í okkar flottu setustofu og þar fengum við skrúbbmaska í andlitið sem átti að þorna á og síðan eftir það settum við annan maska. Eftir meiri osta og hvítvín/vatn og meira spjall héldum við allar aftur í okkar fína einkaherbergi og sturtuðum okkur. Endurnærðar á líkama og sál gengum við út en á leiðinni út komum við við í Bláa Lóns búiðinni þar sem við vorum leystar út með gjafapakka með öllu tilheyrandi. Vá ekkert smá flott, ég hef aldrei keypt mér svona heildstæða línu áður. Ég er byrjuð að nota vörurnar og líkar mér þær mjög vel. Ég hef nefnilega ekki geta notað hvaða vörur sem er því að ég er með svo viðkvæma húð og einnig exem.
Takk enn og aftur fyrir æðislegan dag starfsfólk Bláa Lónsins, hrikalega góð þjónusta og notalegt að koma eins og alltaf. Mæli hiklaust með að þeir sem vilja gera gott við sig prófi þetta, algjörlega einstök upplifun tala nú ekki um að fara í góðra vina hópi eða pör saman og eiga notalega stund eins og við stelpurnar áttum saman. Segi fyrir mína parta þá geri ég aldrei neitt svona með mínum vinkonum og ég sá það þarna að ég sakna þess að gera ekki eitthvað slíkt með þeim en það getur bara verið næsta verkefni þegar þetta klárast að gera slíkt.
bleika Júlía Rós
Um bloggið
Júlía Rós Júlíusdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.