Lærðu að elska bruna tilfinninguna!!!!!!

Nú er vika 7 að klárast og í næstu viku er sem sagt síðasta vika á námskeiði tvö Smile
Vikan búin að vera mjög annasöm hjá mér. Þegar mikið er að gera getur verið mjög mikið púsluspil að koma þessu öllu heim og saman.... að gera krakkana klára, koma sér í vinnu og síðan að koma heim, sækja krakka og gera sig svo aftur kláran í að fara í Hreyfingu. Ég hef aldrei verið svona föst í að mæta í tíma seinni part dagsins. Hef valið að vera á morgnana þegar krakkarnir sofa og þá er ég ekki að taka tímann frá þeim, þann stutta tíma sem maður hefur milli 5 og 8. Ekki gleyma því að milli 5 og 8 þá er maður að henda í vélina og hafa til matinn og þetta helsta..... þið þekkið þetta mæður þarna úti. Það er samt einmitt ástæðan held ég fyrir því að ég var alltaf föst í sama farinu er að þótt ég var að taka á því 5-6 sinnum í viku í ræktina er sú að í hóptímum er ég miklu meira að keyra mig út í klukkutíma. Einnig held ég að öll þessi djúpvöðvaþjálfun sé alveg málið fyrir mína parta. Alveg farinn að sjá mikinn mun á hvernig líkaminn er að mótast. Á þessum 3 vikum sem eru búnar á námskeiði tvö er ég samt ekkert búin að léttast.... meira að segja aðeins þyngri (sem by the way þjálfarinn Anna er mjög ánægð með). Ég held að núna er ég komin á þann stað að ég er í mótun og styrkurinn er að aukast og auðvitað úthaldið í leiðinni, en þá líka þyngist maður oft þegar styrkurinn eykst (jú vöðvar þyngir en fita). Það er það sem mér finnst svo skemmtilegt að gera er að bæta styrk og úthald. Bæti hlaupatímann í hverri viku, reyni alltaf að gera erfiðustu útfærslu á æfingunum hennar Önnu Eiríks og síðan tekur maður stigann aukalega í Hreyfingu sem eru 9 hæðir sem margir eru farnir að gera á námskeiðinu.

Við fabulous 5 tókum úti æfingu með Önnu Eiríks. sem var alveg hrikalega skemmtilegt. Það er svo hressandi að fara svona út og taka vel á því.... það er nefnilega þannig að maður þarf ekki endilega að vera alltaf inni á líkamsræktarstöð til þess að mæta í „ræktina“. Gerði einmitt mjög mikið af því þegar ég var í fæðingarlofi síðasta vetur. Þá hentaði ekki alltaf að mæta í ræktina og ekki vildi ég setja litlu í gæsluna í ræktina. Tók því góða göngu og jafnvel skokk með vagninn og tók síðan góðar æfingar sem hún Anna Eiríks. setur inn á netið á Smartland..... það eru hrikalega góðar æfingar og náði ég mjög góðum árangri að gera þær. En núna er verið að vinna að því að taka þessi síðustu metra sem komu jú fyrst og eru því erfiðust. Wink

Verð að láta þessa slóð fylgja með því að þetta er klárlega ein af erfiðustu rassaæfingum sem ég hef gert..... þvílkur bruni í rass og læri. Smile Við eigum einmitt að læra að elska þessa bruna tilfinningu sagði Anna við okkur í tíma um daginn. Veit ekki alveg með það en ég elska hana um leið og ég er búin með æfinguna.
http://www.mbl.is/smartland/pistlar/stjornuthjalfun/1195191/ 

Njótið

Júlía Rós 




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júlía Rós Júlíusdóttir

Höfundur

Júlía Rós Júlíusdóttir
Júlía Rós Júlíusdóttir

30 ára, tveggja barna móðir sem bý í Mosfellsbæ en er fædd og uppalin á Sauðárkróki. Er því Króksari í húð og hár. Ætla mér á næstu 12 vikum að ná mínu allra besta formi og breyta mínum lífstíl til framtíðar!!!

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband