Líkaminn blómstrar og sálin líka

Sjötta vikan genginn í garð og verðum við návæmlega hálfnaðar á laugardaginn.... kannski skrýtið að vera alltaf að telja vikur því að þetta er svo sem eitthvað sem ég ætla mér að gera í framtíðinni en ekki bara í 12 vikur og svo bara pakka saman og detta í gamla farið aftur. Kemur ekki til mála!!! Það sem er líka svo gaman þegar þetta er komið svona vel á veg að þá eru matarvenjurnar orðnar svo eðlilegar hjá mér, veit svo vel hvað ég á að sleppa og veit hversu mikið ég á að fá mér. En svo koma alltaf upp slíkar stundir að ég er lengur á leiðinni heim úr vinnu en ég ætlaði mér eða eitthvað annað þá finnst mér rosa gott að vera alltaf með próteinstykki í töskunni eða möndlur til að grípa í. Í staðinn fyrir að stoppa í næstu sjoppu og kaupa súkkulaði eða einhverja óhollustu. 

Tók hlaup í gær 7 km og bætti tímann minn frá því fyrir viku síðan um mínútu, rosa ánægð með það bæta tímann í hverri viku.

Það var svo tími hjá Önnu Eiríks í kvöld og var stöðvaþjálfun og var maður alveg búin á því eftir tímann. Vígði einmitt flottu fötin sem við fengum frá Reebook easytonek línuna við fabulous 5 ;) Vá ég fann sko fyrir því hvað það var miklu erfiðara að gera æfinarnar buxurnar eru með svo mikla mótstöðu að það er eins og maður sé með auka lóð á lærunum.... sem ætti að skila sér í betra formi. Síðan er svolítið skrýtið að vera í skónum því að þeir eru með loftbúðum á öðrum stað en á venjulegum skóm, þarf því meira að einbeita sér að halda jafnvægi á þeim. 

Þá er best að hvíla líkamann fyrir brjálaðann hjólatíma með henni Vöku á morgun ;) það skemmtilega við fimmtudaga er að eftir brjálaðann hjólatíma förum við 5 fræknu á Krúsku sem er á Suðurlandsbraut og fáum okkur alltaf eitthvað brjálaðislega gott að borða.... og ekki skemmir fyrir að þetta er allt súper holt og jú gott ;) !!!

Þar til næst 

Júlía Rós 

 

 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Júlía... dugnaður og jákvæðni.. staðfesta og þvílíka hugrekkið sem þú hefur það er æðislegt að fylgjast með þér. Hahahahah ég er í pínu hláturskasti yfir þessu með buxurnar er þetta virkilegt... :) varðandi uppskeruna og þá er ég sammála S.. að maður uppsker en alltaf aðeins meira en það sem maður leggur inn :) þú ert náttlega gordjöss elsku besta Júlían mín :) knúsjú og hlakka til að sjá loka myndir versus fyrstu... kv og kærleikur HK

Hanna Kristín Didriksen (IP-tala skráð) 28.10.2011 kl. 06:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júlía Rós Júlíusdóttir

Höfundur

Júlía Rós Júlíusdóttir
Júlía Rós Júlíusdóttir

30 ára, tveggja barna móðir sem bý í Mosfellsbæ en er fædd og uppalin á Sauðárkróki. Er því Króksari í húð og hár. Ætla mér á næstu 12 vikum að ná mínu allra besta formi og breyta mínum lífstíl til framtíðar!!!

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband