20.11.2011 | 22:47
Tölur á blaði segja ekki allt
Ég átti alltaf eftir að segja ykkur frá mælingu 2..... reikna með því að þið séuð ekki búin að sofa yfir því að ég sé ekki búin að segja ykkur frá því hehehe not
Búin að þyngjast um hálft kíló frá síðustu mælingu (sem er nota bene bara massi). Frá upphafi er ég orðin 4% minna í fitu, mittið hefur minnkað um 8 cm, mjaðmir um 4 cm, læri 3 cm og upphandleggur um 1,5 cm.
En tölurnar segja auðvitað bara hálfa söguna. Við fórum einnig í armbegju- og magaæfingatest í vikunni sem kom rosa vel út hjá okkur öllum. Var að vísu varla staðinn upp frá ælupest en (já já ég veit engar afsakanir ) en ég bætti mig um tvær armbegjur gat núna 42 stk. já á tánum en ekki hvað.... Uppsetur gerði ég 46 stk. og bætti um 6 stk. og var það tekið á tíma, höfðum bara eina mínútu. Þetta ætti að segja það að ég er að fá aukinn styrk.... ekki satt? Það er auðvitað mesti ávinningurinn af þessu öllu.
Fyrir þau sem voru ekki búin að sjá testið þá er myndbandið af því hér http://mbl.is/frettir/sjonvarp/64497/
Nú er vika 11 að ganga í garð mikilvægt að missa ekki dampinn á lokasprettinum. Það er auðvitað mikil áskorun að halda sér við efnið í svona langan tíma. En núna er ég ekki farin að sjá ljósið við endan á göngunum heldur er ég farin að sjá studio með ljósmyndara og ég á undirfötum hehehe nei ég segi svona, þetta er ekkert svo sem öðruvísi en að fara í sund er það ekki??? Ætla ekki að velta mér upp úr því alveg strax..... ýti því til hliðar um sinn þar til eftir viku eða svo!!!
Eigið hrikaleg góða viku!!!
Júlía Rós
Um bloggið
Júlía Rós Júlíusdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.