Leiðarendi

Það er frekar skrýtið að maður sé með söknuð í hjarta yfir því að þetta skemmtilega ferðalega sé búið.... eða kannski ekki? Við erum þannig að allt skemmtilegt óskum við að haldi áfram, það er ósköp eðlilegt en góðir hlutir taka enda.... þannig er lífið!!! En eitt er nú víst þegar ein hurð lokast þá opnast önnur. Smile

Á þessum tíma hef ég lært svo ótrúlega margt og nú veit ég hvað á að hafa hugfast með áframhaldandi þjálfun, svo að ég festist ekki aftur í sömu rútínunni sem ég var í áður en þessi lífstílsbreyting fór af stað. Það er líka alltaf gott að hafa það hugfast að vera að breyta til í æfingum sem maður er að gera daglega. Síðan verður maður líka alltaf að ögra sjálfum sér því að maður er alltaf of góður við sjálfan sig dags daglega. Er einmitt búin að ákveða að slaka ekki á að taka áfram 5 km 1-2 í viku og keppast við að halda tímanum sem ég var komin í og jafnvel bæta hann aðeins. Einnig eru rassaæfingarnar hennar Önnu algjörlega skylduverkefni til að halda í störnuþjálfaðarassinn. 

Annars er auðvitað búið að taka loka mælingu sem kom rosalega vel út og að sjálfsögðu loka myndatakan fúkket að það sé búið nei, nei við stelpurnar skemmtum okkur bara rosa vel, allir svo ánægðir eftir lokamælinguna!!!

Hér eru svo lokatölurnar mínar: -5.2kg, - 6,1% fitu og - 31 cm af í heildina.

Ekki er úr vegi að þakka nokkrum sem áttu þátt í þessum góða árangri. Þakka þér endalaust fyrir Anna fyrir alla frábæru þjálfunina og ekki gleyma skemmtunina!!! Þrátt fyrir mikinn sviða og bruna þá voru tímarnir þínir hrikalega skemmtilegir og ég er strax farin að sakna þeirra!!! Ekki má gleyma öllum hinum sem eru að sjálfsögðu Vaka sem sá um að keyra okkur áfram í spinning með frábæri tónlist. Marta María sem var alltaf okkur innan handar með hvatningu, stuðning og allt hitt líka. Fabulous 5 stelpurnar mínar, það var ómetanlegt að hafa stuðningin og félagskapin með ykkur allan þennan tíma. Síðast en ekki síst fjölskyldan sem var eins og klettur í þessu öllu.... það er ekki auðvelt að koma þessu heim og saman með tvö börn og eitt aðeins eins árs!!! Án ykkar hefði þessi útkoma ekki verið raunin.

Nú bíð ég bara frekar spennt/stressuð að sjá myndirnar á mbl.is/smartland. Miðað við tölurnar þá ætti nú að sjást munur á fyrir og eftirmyndinni. 

Fyrir ykkur þarna úti sem eruð orðin þreytt á því að ekkert sé að gerast þrátt fyrir allt púlið (sem var svolítið eins og ég var fyrir) þá mæli ég 100% með því að þið skráið ykkur í Stjörnuþjálfun í Hreyfingu. Þið sjáið ekki eftir því, það er pottþétt!!!

Hafið það gott yfir hátíðirnar og gleðileg jól!!!

Júlía Rós


Á bleiku skýi!!!

Já það má segja það að ég sé ennþá á bleiku skýi síðan á fimmtudaginn í síðustu viku. Þá fórum við  fabulous 5 í smá roadtrip og eina sem við vissum að væri á dagskrá var að fara í Bláa Lónið og við fengjum eitthvað nudd og við mega spenntar fyrir það. Síður en svo var það planið þegar við komum var okkur tilkynnt að við fengjum allar okkar einkaskiptiherbergi svona "VIP" eins og ég vil kalla það. Kissing Sem var heldur betur það flottast sem ég hef gert!!! Þegar við vorum allar búinar að sturta okkur í okkar einkasturtu fórum við á sloppnum niður í hrikalega notalega setustofu sem var með arineld og lónið að hluta til inn í því rími. Þar beið okkar rosa flottar veitingar, sushi, ostar, ávextir o.fl. og ekki gleyma hvítvíninu..... Ég var samt bílstjórinn þannig að stelpurnar drukku minn skammt. Wink Þegar við vorum svona aðeins búin að fá okkur smá gott í kroppinn fengum við allar húðgreiningu. Eftir það var næst komið að því að fara ofan í lónið. Þar fengum við æðislegt nudd sem byrjaði á því að við vorum skrúbbaðar í 30 mínútur (ekki svona eins og ég gerir sjálf í sturtunni ein tveir og búið) nei það var aldeilis skrúbbað! Eftir það lögðumst við á dýnu sem var alveg ótrúlega notalegt að fljóta svona um í lóninu og láta nudda sig í leiðinni...... algjör toppur. Var líkaminn silkimjúkur eftir þessa meðferð. Þegar við vorum búnar í nuddinu og láta líða úr okkur þreytuna fórum við aftur inn í okkar flottu setustofu og þar fengum við skrúbbmaska í andlitið sem átti að þorna á og síðan eftir það settum við annan maska. Eftir meiri osta og hvítvín/vatn og meira spjall héldum við allar aftur í okkar fína einkaherbergi og sturtuðum okkur. Endurnærðar á líkama og sál gengum við út en á leiðinni út komum við við í Bláa Lóns búiðinni þar sem við vorum leystar út með gjafapakka með öllu tilheyrandi. Vá ekkert smá flott, ég hef aldrei keypt mér svona heildstæða línu áður. Ég er byrjuð að nota vörurnar og líkar mér þær mjög vel. Ég hef nefnilega ekki geta notað hvaða vörur sem er því að ég er með svo viðkvæma húð og einnig exem. 
Takk enn og aftur fyrir æðislegan dag starfsfólk Bláa Lónsins, hrikalega góð þjónusta og notalegt að koma eins og alltaf. Mæli hiklaust með að þeir sem vilja gera gott við sig prófi þetta, algjörlega einstök upplifun tala nú ekki um að fara í góðra vina hópi eða pör saman og eiga notalega stund eins og við stelpurnar áttum saman. Segi fyrir mína parta þá geri ég aldrei neitt svona með mínum vinkonum og ég sá það þarna að ég sakna þess að gera ekki eitthvað slíkt með þeim en það getur bara verið næsta verkefni þegar þetta klárast að gera slíkt.
 

bleika Júlía Rós Kissing 


Tölur á blaði segja ekki allt

Ég átti alltaf eftir að segja ykkur frá mælingu 2..... reikna með því að þið séuð ekki búin að sofa yfir því að ég sé ekki búin að segja ykkur frá því hehehe Smile  not

Búin að þyngjast um hálft kíló frá síðustu mælingu (sem er nota bene bara massi). Frá upphafi er ég orðin 4% minna í fitu, mittið hefur minnkað um 8 cm, mjaðmir um 4 cm, læri 3 cm og upphandleggur um 1,5 cm.

En tölurnar segja auðvitað bara hálfa söguna. Við fórum einnig í armbegju- og magaæfingatest í vikunni sem kom rosa vel út hjá okkur öllum. Var að vísu varla staðinn upp frá ælupest en (já já ég veit engar afsakanir Wink ) en ég bætti mig um tvær armbegjur gat núna 42 stk. já á tánum en ekki hvað.... Uppsetur gerði ég 46 stk. og bætti um 6 stk. og var það tekið á tíma, höfðum bara eina mínútu. Þetta ætti að segja það að ég er að fá aukinn styrk.... ekki satt? Það er auðvitað mesti ávinningurinn af þessu öllu.

Fyrir þau sem voru ekki búin að sjá testið þá er myndbandið af því hér Winkhttp://mbl.is/frettir/sjonvarp/64497/ 

Nú er vika 11 að ganga í garð mikilvægt að missa ekki dampinn á lokasprettinum. Það er auðvitað mikil áskorun að halda sér við efnið í svona langan tíma. En núna er ég ekki farin að sjá ljósið við endan á göngunum heldur er ég farin að sjá studio með ljósmyndara og ég á undirfötum FootinMouthhehehe nei ég segi svona, þetta er ekkert svo sem öðruvísi en að fara í sund er það ekki??? Ætla ekki að velta mér upp úr því alveg strax..... ýti því til hliðar um sinn þar til eftir viku eða svo!!!

Eigið hrikaleg góða viku!!!

Júlía Rós 

 


Matur er orka

Þá er farið að síga á seinni helming þessa skemmtilega ferðalags.... svona nett stress yfir því að þetta sé farið að verða búið. Búið að vera svo hrikalega skemmtilegur tími og við fimm náum svo vel saman sem er bara algjör bónus. Grin

Núna er sem sagt að byrja námskeið 3 og æfingar verða meira krefjandi og hlaupið lengra, á sem sagt að fara að hlaupa 10 km núna. Á fyrsta námskeiðinu vorum við að taka 5 km og á öðru námskeiðinu tókum við 7 km og alltaf bætti maður tímann í hverri viku. Verður fróðlegt hvernig gengur með 10 km.

Annars er þetta farið að ganga eins og smurð vél. Fastir tímar í Hreyfingu 4 sinnum í viku og 2 fastar aukaæfingar sem við þurfum að skila. Á námskeiði tvö var ég ekki neitt mjög föst að fara eftir matarprógrami var meira að mixa saman af matseðlinum eftir því hvað hentar mér. Langaði að deila með ykkur hvernig ca. dagurinn er hjá mér.

7:00 Hafragrautur soðinn upp úr mjólk og vatni með bláberjum, eða Cheerios (fer eftir því hvað ég hef mikinn tíma)

10:00 Græn bomba (spínat, engifer, Goji safi (frá Beery company), frosið mangó og klaki) þetta útbý ég um morguninn sem dugar í tvo skammta.

12:00 Er í mötuneyti, voða mismunandi. Fæ mér bara nóg af salati og síðan er fiskur eða kjúklingur með yfirleitt. Ef það er ekki hægt hef ég fengið mér grófa brauðsneið með sterku sinnepi, káli, tómat, gúrku og osti.... þetta er hrikalega gott saman. Síðan kemur það fyrir að það er ekki eitthvað heppilegt í mötuneytinu þá fer ég mikið á Krúsku allt lífrænt og flott þar eða þá á Nings og fæ mér af heilsuréttamatseðlinum.

15:00  Restin af grænu bombunni. Eða hrökkbrauð með kotasælu og salsasósu (hljómar ekki vel en er hrikalega gott).

17:00 Hámark (finnst rosa gott að fá mér það fyrir æfingu, full af orku og er ekki allt of svöng þegar ég kem heim í kvöldmat).

19:30 Fiskur í ofni eða grillaður kjúklingur með sætri kartöflu og fullt af salati.

Drekk síðan rosa mikið vatn yfir allan daginn, er bara alltaf með vatnsflösku á kantinum. Smile

Eins og þið sjáið er það helst hádegið hjá mér sem er mest breytilegt, hitt er eitthvað sem ég er búin að undirbúa heima og tek með mér í vinnuna. 

Fer síðan að koma að mælingu, fróðlegt hvernig hún á eftir að koma út þar sem ég hef ekki verið að léttast heldur frekar í hina áttina. Er svona að vonast til að sjá breytingu á fituprósentunni.

Eigið rosa góða heilsusamlega viku, það ætla ég að eiga!!!

kveðja

Júlía Rós 

 

 


Lærðu að elska bruna tilfinninguna!!!!!!

Nú er vika 7 að klárast og í næstu viku er sem sagt síðasta vika á námskeiði tvö Smile
Vikan búin að vera mjög annasöm hjá mér. Þegar mikið er að gera getur verið mjög mikið púsluspil að koma þessu öllu heim og saman.... að gera krakkana klára, koma sér í vinnu og síðan að koma heim, sækja krakka og gera sig svo aftur kláran í að fara í Hreyfingu. Ég hef aldrei verið svona föst í að mæta í tíma seinni part dagsins. Hef valið að vera á morgnana þegar krakkarnir sofa og þá er ég ekki að taka tímann frá þeim, þann stutta tíma sem maður hefur milli 5 og 8. Ekki gleyma því að milli 5 og 8 þá er maður að henda í vélina og hafa til matinn og þetta helsta..... þið þekkið þetta mæður þarna úti. Það er samt einmitt ástæðan held ég fyrir því að ég var alltaf föst í sama farinu er að þótt ég var að taka á því 5-6 sinnum í viku í ræktina er sú að í hóptímum er ég miklu meira að keyra mig út í klukkutíma. Einnig held ég að öll þessi djúpvöðvaþjálfun sé alveg málið fyrir mína parta. Alveg farinn að sjá mikinn mun á hvernig líkaminn er að mótast. Á þessum 3 vikum sem eru búnar á námskeiði tvö er ég samt ekkert búin að léttast.... meira að segja aðeins þyngri (sem by the way þjálfarinn Anna er mjög ánægð með). Ég held að núna er ég komin á þann stað að ég er í mótun og styrkurinn er að aukast og auðvitað úthaldið í leiðinni, en þá líka þyngist maður oft þegar styrkurinn eykst (jú vöðvar þyngir en fita). Það er það sem mér finnst svo skemmtilegt að gera er að bæta styrk og úthald. Bæti hlaupatímann í hverri viku, reyni alltaf að gera erfiðustu útfærslu á æfingunum hennar Önnu Eiríks og síðan tekur maður stigann aukalega í Hreyfingu sem eru 9 hæðir sem margir eru farnir að gera á námskeiðinu.

Við fabulous 5 tókum úti æfingu með Önnu Eiríks. sem var alveg hrikalega skemmtilegt. Það er svo hressandi að fara svona út og taka vel á því.... það er nefnilega þannig að maður þarf ekki endilega að vera alltaf inni á líkamsræktarstöð til þess að mæta í „ræktina“. Gerði einmitt mjög mikið af því þegar ég var í fæðingarlofi síðasta vetur. Þá hentaði ekki alltaf að mæta í ræktina og ekki vildi ég setja litlu í gæsluna í ræktina. Tók því góða göngu og jafnvel skokk með vagninn og tók síðan góðar æfingar sem hún Anna Eiríks. setur inn á netið á Smartland..... það eru hrikalega góðar æfingar og náði ég mjög góðum árangri að gera þær. En núna er verið að vinna að því að taka þessi síðustu metra sem komu jú fyrst og eru því erfiðust. Wink

Verð að láta þessa slóð fylgja með því að þetta er klárlega ein af erfiðustu rassaæfingum sem ég hef gert..... þvílkur bruni í rass og læri. Smile Við eigum einmitt að læra að elska þessa bruna tilfinningu sagði Anna við okkur í tíma um daginn. Veit ekki alveg með það en ég elska hana um leið og ég er búin með æfinguna.
http://www.mbl.is/smartland/pistlar/stjornuthjalfun/1195191/ 

Njótið

Júlía Rós 




Líkaminn blómstrar og sálin líka

Sjötta vikan genginn í garð og verðum við návæmlega hálfnaðar á laugardaginn.... kannski skrýtið að vera alltaf að telja vikur því að þetta er svo sem eitthvað sem ég ætla mér að gera í framtíðinni en ekki bara í 12 vikur og svo bara pakka saman og detta í gamla farið aftur. Kemur ekki til mála!!! Það sem er líka svo gaman þegar þetta er komið svona vel á veg að þá eru matarvenjurnar orðnar svo eðlilegar hjá mér, veit svo vel hvað ég á að sleppa og veit hversu mikið ég á að fá mér. En svo koma alltaf upp slíkar stundir að ég er lengur á leiðinni heim úr vinnu en ég ætlaði mér eða eitthvað annað þá finnst mér rosa gott að vera alltaf með próteinstykki í töskunni eða möndlur til að grípa í. Í staðinn fyrir að stoppa í næstu sjoppu og kaupa súkkulaði eða einhverja óhollustu. 

Tók hlaup í gær 7 km og bætti tímann minn frá því fyrir viku síðan um mínútu, rosa ánægð með það bæta tímann í hverri viku.

Það var svo tími hjá Önnu Eiríks í kvöld og var stöðvaþjálfun og var maður alveg búin á því eftir tímann. Vígði einmitt flottu fötin sem við fengum frá Reebook easytonek línuna við fabulous 5 ;) Vá ég fann sko fyrir því hvað það var miklu erfiðara að gera æfinarnar buxurnar eru með svo mikla mótstöðu að það er eins og maður sé með auka lóð á lærunum.... sem ætti að skila sér í betra formi. Síðan er svolítið skrýtið að vera í skónum því að þeir eru með loftbúðum á öðrum stað en á venjulegum skóm, þarf því meira að einbeita sér að halda jafnvægi á þeim. 

Þá er best að hvíla líkamann fyrir brjálaðann hjólatíma með henni Vöku á morgun ;) það skemmtilega við fimmtudaga er að eftir brjálaðann hjólatíma förum við 5 fræknu á Krúsku sem er á Suðurlandsbraut og fáum okkur alltaf eitthvað brjálaðislega gott að borða.... og ekki skemmir fyrir að þetta er allt súper holt og jú gott ;) !!!

Þar til næst 

Júlía Rós 

 

 



Stund sannleikans!!!

Mæling í dag eftir fyrstu 4 vikurnar..... moment of truth!!!

2,5 kg farin (og markmiðið var ekki að léttast eins og hefur komið áður fram), 2% af fitu niður orðin 19% og komin á hvíta skalann (þeir sem sáu video-ið þegar Ágústa var að vigta okkur þá er það mjög gott að vera á hvíta). 9 cm af mitti og 6 cm af mjöðmum, 2 cm af lærum og 1,5 cm af höndum..... held að ég muni þetta allt rétt. Er súper ánægð með þetta.... þótt að ég segi sjálf frá. En eins og maðurinn sagði maður uppskerir eins og maður sáir Smile

Það skemmtilega við þetta allt saman að það eru 8 vikur eftir, sem ætti að hjálpa manni við að halda þessum árangir og vinna að því að móta sig ennþá betur!!! Læk á það. Smile

Þar til næst..... súper ánægða 
Júlía Rós 


Verðlaunaðu sjálfan þig!!!

Nú eru fjórar vikur búnar og því búin með einn þriðja af þessu ferðalagi. Hlakka mikið til að fara í mælingu eftir helgina því þá er tekin ummálsmæling og fitumæling og að sjálfsögðu vigtun. Veit samt að það eru farin næstum því 3 kíló á þessum fjórum vikum sem er nú miklu meira en markmiðið mitt var. Ætli það sé ekki bara vegna mikils aðhalds sem er á þessu námskeiði í Hreyfingu að maður fer eftir einu og öllu sem er sett fyrir manni og er í endalausri keppni við sjálfan sig um hvað maður getur gert betur.

Í þessari viku sem er að líða vorum við stelpurnar á námskeiðinu á VIP matseðli. Hann er bygður upp þannig að við borðuðum ekki nema 1.200 hitaeiningar í 6 daga. Það tók mig um 2 daga að venja líkamann við þessum breytta skammti og voru þeir dagar mér nokkuð erfiðir. En það sem er svo þægilegt við matseðilinn er að þetta er allt mjög einfalt að gera, kjúklingur eða fiskur og grænmeiti með..... svona megin uppistaðan. Smile 

Í gær var svo Hot tíminn okkar sem maður svitnar fyrir alla vikuna Smile þetta eru svo æðislegir tímar finnst maður vera í slökun en er að vinna svo vel með líkamann að lengja vöðva og styrkja djúpvöðana. Anna Eiríks. sagði einmitt í lok tímans setningu sem ég hef ákveðið að fara eftir í einu og öllu Ekki verðlauna ykkur með mat þegar þið hafið unnið vel, verðlaunið ykkur með að fara í dekur eða kaupa sér eitthvað fallegt". Því hef ég ekki spáð í þessu fyrr? Ég skellti mér því í nudd og andlitsbað og mér leið eins og prinsessu á eftir. Þvílíkur draumur og unaður eftir svona mikla vinnu í 4 vikur að verðlauna sig svona. Ef ég hefði farið og fengið mér KFC eða einhvern annan skyndibita sem hefði smakkast vel í 10 mín en eftirlíðanin hefði engan vegin verið sambærileg. Ekki spurning þegar maður setur upp reiknisdæmið svona hvor er betri útkoma.

Kveðja
Júlía Rós 

 


Kroppurinn þreyttur

 

 

Jæja nú er vika 3 langt komin ;) 

Það var vigtun á mánudaginn eins og vant er og mín bara næstum 2 kíló niður á tveimur vikum ;) en síðan fórum við Fabulous 5 í smá aukavigtun og test og vitið menn auðvitað þurfti ég í þeirri vigt að fara upp á við :( (en svona ykkur að segja þá var það bara út af þessu mánaðarlega ;) þið stelpur skiljið mig) þannig að ég ætla ekki að taka það inn á mig og halda ótrauð áfram með mitt prógram. Vigtunin á laugardaginn verður góð ég veit það!

Í gær var svakaleg æfing með Önnu í Hreyfingu. Við pöruðum okkur í hópa og áttum að klára um 15 æfingar og var því keppni á milli hópa. Þá vantaði ekki keppnisskapið og hefur það ekki farið fram hjá mér hvað líkaminn er þreyttur. Eftir svona erfiða æfingu er auðvita ekki slæt að fara í dekur og fórum við svo allar í dekur í spainu í Hreyfingu. Það er sko flott spa! Mæli hiklaust með því, hafði ekki komið þarna áður og þetta var algjörlega æðislegt.

Annars var dagurinn í dag ótrúlega "challenging" fyrir mig þar sem það var NAMMI út um allt í vinnunni.... og það er alltaf svona X-tra craving í gotterí hjá mér (og flestum konum) í kringum þetta mánaðarlega. En ég get verið stolt af sjálfri mér því að ég stóðst það :)

Helgin framundan, hafið það gott.

 

 

 

 


Mega hot!!!

Jæja þá er vika tvö að rétt að klárast. Að hugsa sér þetta verður búið áður en maður veit af aðeins 10 vikur í eftir myndina ;)

Það var vigtun í dag og er hún alltaf aðeins niður á við. Sem er gott ekki misskilja mig, en það er svo sem ekkert endanlega markmiðið hjá mér að léttast. Tók aukaæfingu á föstudaginn og skellti mér í Hot yoga í Hreyfingu að sjálfsögðu. Það var ekki þurr þráður eftir þann tíma enda hitinn í salnum 40°C. Síðan í morgun var líka Hot fitness tími með Önnu, og er líkaminn minn farinn að finna fyrir því. Er orðin aum á allt öðrum stöðum en ég er vön að finna fyrir. Sem er bara af hinu góða þá er ég væntanlega að móta mig og styrkja sem er einmitt markmiðið. :)

En helgarnar eru alltaf pínu erfiðar.... en verð að viðurkenna það að það verður auðveldara með hverri helgi. Það er aðalega vaninn sem segir manni að fá sér súkkulaðið (p.s. ég er rosa súkkulaði grís). Ég er líka svo mikið fyrir að baka svona almennt og það er kannski ekki alveg á matseðlinum þessa dagana. Þótt maður eigi alveg heilsuuppskriftir þá ætla ég að geyma það svona fram yfir þessar 12 vikur. 

Hafið það sem allra best um helgina. 

Júlía Rós 

 


Næsta síða »

Um bloggið

Júlía Rós Júlíusdóttir

Höfundur

Júlía Rós Júlíusdóttir
Júlía Rós Júlíusdóttir

30 ára, tveggja barna móðir sem bý í Mosfellsbæ en er fædd og uppalin á Sauðárkróki. Er því Króksari í húð og hár. Ætla mér á næstu 12 vikum að ná mínu allra besta formi og breyta mínum lífstíl til framtíðar!!!

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband